Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2005 Forsætisráðuneytið

Samúðarskeyti til Bretlands vegna hryðjuverka

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands samúðarskeyti vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í morgun.

Þá hefur ríkisstjórnin jafnframt ákveðið í ljósi þessara hörmunga að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag.

 

Í Reykjavík, 07. júlí 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum