Hoppa yfir valmynd
28. september 2005 Forsætisráðuneytið

Sigríður Anna Þórðardóttir nýr samstarfsráðherra Norðurlanda

Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra hefur verið falið að fara með norræn samstarfsmál af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún tók við því embætti 27. september 2005 af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fyrsta embættisverk Sigríðar Önnu sem samstarfsráðherra verður að sækja fund samstarfsráðherra Norðurlanda í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík dagana 25.-27. október.

Sigríður Anna Þórðardóttir er fædd 14. maí 1946. Hún tók við embætti umhverfisráðherra 15. september 2004. Sigríður Anna sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991-2004 og var forseti Norðurlandaráðs 2000-2001. Hún sat í stjórn Norræna hússins 1994-2004 og var formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2002-2004.

Reykjavík, 28. september 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum