Hoppa yfir valmynd
1. desember 2001 Forsætisráðuneytið

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2001

1. desember 2001

Fréttatilkynning

Úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði 2001


Kristnihátíðarsjóður úthlutaði við athöfn í Þjóðmenningarhúsi 1. desember 2001 96 milljónum kr. til 51 verkefnis sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum.

Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:
  • að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn;
  • að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal.

Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir kr. fyrir hvert starfsár.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsti í ágúst sl. eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins eru styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Verkefnisstjórnir meta styrkhæfi umsókna, hvor á sínu sviði, og gera tillögur til Kristnihátíðarsjóðs um afgreiðslu þeirra.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs skipa Anna Soffía Hauksdóttir, formaður, Anna Agnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.


Menningar- og trúararfur

Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum er litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin m.a.

a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis;
b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla; og
c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags.

Verkefnisstjórn um trúar- og menningararf bárust 139 umsóknir og sótt var um 490 milljónir kr. samtals. Verkefnin sem sótt var um styrki til voru fjölbreytileg og flest féllu að markmiðum sjóðsins.

Við mat sitt á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 43 umsækjendum verði veittur styrkur, samtals að fjárhæð 48 milljónir kr. Umsóknirnar dreifast þannig um landið að 35 eru frá höfuðborgarsvæðinu, ein frá Vesturlandi, ein frá Vestfjörðum, ein af Norðurlandi, þrjár frá Austurlandi og tvær frá Suðurlandi.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur, að tillögu verkefnisstjórnar, samþykkt að hæsti styrkurinn, 4 milljónir króna, fari í það verkefni að rita sögu biskupsstólanna í Skálholti og á Hólum. Úthlutun sjóðsins skiptist þannig að 24 styrkir fara til rannsókna, 14 til fræðslu og 5 til umræðna.

Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði menningar- og trúararfs skipa Guðmundur Heiðar Frímannsson, formaður, Guðmundur K. Magnússon og Lára G. Oddsdóttir.


Fornleifarannsóknir
Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, auk kynningar á niðurstöðum þeirra. Einkum er litið til rannsóknarverkefna er varða

a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal;
b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði;
c. aðra mikilvæga sögustaði, svo sem verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði.

Einnig er tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn og áhersla er lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi.

Verkefnisstjórn á sviði fornleifarannsókna bárust 29 umsóknir, samtals að fjárhæð rúmar 200 milljónir kr. Verkefnin féllu flest að markmiðum sjóðsins. Við mat á umsóknum byggði verkefnisstjórnin á þeim viðmiðunum sem koma fram í lögum og reglugerð um Kristnihátíðarsjóð, lagði mat á gæði umsókna og hvernig þær féllu að markmiðum sjóðsins.

Stjórn Kristnihátíðarsjóðs hefur samþykkt að 8 umsækjendum verði veittur styrkur samtals að upphæð 48 milljónir króna. Rannsóknir á sviði fornleifafræði munu fara fram á Þingvöllum, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkjubæjarklaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Auk þess var veittur styrkur til að ljúka rannsókn á byggingarsögu Laufáss í Eyjafirði. Hæsti styrkurinn, 11 milljónir kr., fer til fornleifarannsóknar á Hólum.

Verkefnisstjórn Kristnihátíðarsjóðs á sviði fornleifarannsókna skipa Guðmundur Hálfdanarson, formaður, Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Hjalti Hugason.




Eftirfarandi verkefni hljóta styrk á sviði menningar- og trúararfs:

1. Saga biskupsstólanna, Gunnar Kristjánsson (Skálholtsstaður), 4 millj. kr.
2. Sálmar í 1000 ár, Edda Möller (Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan), 1.6 millj. kr.
3. Trúarmenning og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1.6 millj. kr.
4. Fræðileg útgáfa á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, Margrét Eggertsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar), 1.6 millj. kr.
5. Réttlæti og ást, Sólveig Anna Bóasdóttir (Rannsóknarstofa í Kvennafræðum), 1.6 millj. kr.
6. Lífsleikni í leikskóla, Sigríður Síta Pétursdóttir (Háskólinn á Akureyri), 1.6 millj. kr.
7. Uppteiknað, sungið, sagt og téð, Þorsteinn Helgason (Seylan ehf), 1.6 millj. kr.
8. Sr. Matthías Jochumsson, Þórunn Valdimarsdóttir, 1.6 millj. kr.
9. Nikulásartíðir, Sverrir Tómasson (Stofnun Árna Magnússonar), 1.5 millj. kr.
10. Kirkjustaðurinn Reykholt, Helgi Þorláksson (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands), 1.3 millj. kr.
11. Konur og kaþólsk kirkja á Íslandi, 1200-1500, Ellen Gunnarsdóttir, 1.2 millj. kr
12. Trúarsiðir á 20. öld (skírn, ferming, brúðkaup, útför), Hallgerður Gísladóttir (Þjóðminjasafn Íslands - Þjóðháttadeild), 1.2 millj. kr.
13. "Guði treysti ég" - rannsókn á trúarhugmyndum íslenskra kvenna á fyrri hluta 19. aldar eins og þær birtast í bréfum og öðrum frumheimildum kvenna frá þeim tíma, Karitas Kristjánsdóttir, 1.2 millj. kr.
14. Bannsmál á Íslandi á síðmiðöldum, Lára Magnúsardóttir, 1.2 millj. kr.
15. Siðanefndir starfsstétta, Róbert H. Haraldsson (Siðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1.2 millj. kr.
16. Siðfræði og samtími – fyrirlestraröð, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1.2 millj. kr.
17. Lýsir, Ásrún Kristjánsdóttir, 1 millj. kr.
18. Paradísarmissir Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar, Ástráður Eysteinsson og Guðni Elísson, 1 millj. kr.
19. Miðlun reynsluarfsins – stuðningur við unga foreldra, Bernharður Guðmundsson (Skálholtsskóli), 1 millj. kr.
20. Merkisdagar – heimildamynd, Björn Br. Björnsson (Hugsjón), 1 millj. kr.
21. Íslensk biblíuguðfræði – Rómverjabréfið í skýringum íslenskra guðfræðinga, Clarence E. Glad, 1 millj. kr.
22. Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld, Einar Sigurbjörnsson (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
23. Könnun á lífsgildum Íslendinga, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
24. Trú og töfrar, Jón Jónsson (Strandagaldur ses), 1 millj. kr.
25. Bragtaka og tölvuskráning helgikvæða og sálma, Kristján Eiríksson (Ferskeytlan ehf), 1 millj. kr.
26. Kirkjur Íslands – friðaðar kirkjur, Magnús Skúlason (Húsfriðunarnefnd ríkisins og Þjóðminjasafn Íslands), 1 millj. kr.
27. Kirkjutónlist á Íslandi, Páll Steingrímsson (Kvik ehf, Kvikmyndagerð), 1 millj. kr.
28. Trúarhreyfingar á Íslandi, Pétur Pétursson og Bjarni Randver Sigurðsson, 1 millj. kr.
29. Þorlákstíðir, Sigurður Halldórsson (Voces Thules), 1 millj. kr.
30. Íslensk miðaldaklaustur – margmiðlunardiskur, Skúli Björn Gunnarsson (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 1 millj. kr.
31. Gömlu lögin við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, Smári Ólason, 1 millj. kr.
32. Einar í Eydölum: frá katólsku til lútherstrúar, Sigurborg Hilmarsdóttir (Þjóðminjasafn Íslands), 900 þús. kr.
33. Kirkjugangan og kirkjur í Múlaprófastsdæmi, Vigfús Ingvar Ingvarsson (Múlaprófastsdæmi), 900 þús. kr.
34. Rökræður um rétt og rangt, Gyða Karlsdóttir (Landssamband KFUM & KFUK), 800 þús. kr.
35. Fjölþjóðakvöld, Jóna Hrönn Bolladóttir (Miðborgarstarf KFUM & KFUK), 800 þús. kr.
36. Erfiljóð frá 17. og 18. öld, Þórunn Sigurðardóttir, 800 þús. kr.
37. Skálholtsdiskar, Helga Ingólfsdóttir (Sumaratónleikar í Skálholti), 700 þús. kr.
38. Fræðsluefni fyrir börn í sumarbúðum þjóðkirkjunnar, Jóhanna I. Sigmarsdóttir (Kirkjumiðstöð Austurlands), 700 þús. kr.
39. Tónlist og myndlist í íslenskum handritum, Hanna Styrmisdóttir (Collegium Musicum), 600 þús. kr.
40. Guðmundur góði – líf og störf, Jón Viðar Sigurðsson, 600 þús. kr.
41. Fjölþjóðasamfélagið og trúarbrögð þess, Ragnheiður Sverrisdóttir (Biskupsstofa), 600 þús. kr.
42. Lífsviðhorf og gildismat unglinga, Gunnar J. Gunnarsson og Gunnar Finnbogason, 500 þús. kr.
43. Trúarleg umræða á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 500 þús. kr.



Eftirfarandi verkefni hljóta styrk á sviði fornleifarannsókna:
1. Hólarannsókn, Ragnheiður Traustadóttir (Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands), 11 millj. kr.
2. Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár, Mjöll Snæsdóttir (Fornleifastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands), 9 millj. kr.
3. Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ, Bjarni F. Einarsson (Kirkjubæjarstofa), 7 millj. kr.
4. Skriðuklaustur – híbýli helgra manna, Steinunn Kristjánsdóttir (Skriðuklausturrannsóknir), 7 millj. kr.
5. Þingvellir og þinghald til forna, Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal (Fornleifastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands), 5 millj. kr.
6. Þverfaglegar rannsóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði, Guðrún M. Kristinsdóttir (Minjasafnið á Akureyri), 4,5 millj. kr.
7. Laufás – staðurinn, Hörður Ágústsson (Hið íslenska bókmenntafélag), 2,5 millj. kr.
8. Rannsókn kirkjunnar í Reykholti, Guðrún Sveinbjarnardóttir (Þjóðminjasafn Íslands), 2 millj. kr.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum