Hoppa yfir valmynd
28. maí 2006 Forsætisráðuneytið

Norræna ráðherranefndin - 15 ár í Vilnius

Norræna ráðherranefndin
Norræna ráðherranefndin

Norræna ráðherranefndinSkrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar í Eystrasaltsríkjunum hafa nú á vormánuðum minnst þess með ýmsum hætti að nú eru liðin 15 ár frá því að þær voru opnaðar. Skrifstofan í Vilnius í Litháen bauð til ráðstefnu 23. maí sl. þar sem var bæði litið um öxl og horft fram á veginn. Ráðstefnan var vel sótt, en þess má geta að bæði Berit Andnor, samstarfsráðherra Svíþjóðar og Antanas Valionis, utanríkisráðherra Litháen fluttu þar ávörp. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra flutti erindi þar sem hann rifjaði upp þá sögulegu atburði sem áttu sér stað árið 1991 og sem leiddu til þess að Eystrasaltsríkin losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu sjálfstæði sitt. Meðal gesta á ráðstefnunni var Vytautas Landsbergis sem var forseti Litháen þegar þetta var, en hann gegndi lykilhlutverki í sjálfstæðisbaráttu landsins. Á myndinni taka þeir tal saman, Jón Baldvin og Landsbergis, rétt áður en ráðstefnan hefst.   

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum