Hoppa yfir valmynd
29. maí 2006 Forsætisráðuneytið

Aðstoð við lýðræðisöflin í Hvítarússlandi

Hvítrússneskir námsmenn í Vilnius
Adstodvid

Í vetur hefur verið starfræktur í Vilnius útlægur háskóli frá Minsk í Hvítarússlandi. Við háskólann, sem nefnist European Humanities University, eru kenndar greinar á borð við félagsfræði, stjórnmálafræði, alþjóðarétt, Evrópurétt og fjölmiðlafræði. Háskólinn var stofnaður 1992, en sumarið 2004 tóku stjórnvöld í Minsk þá ákvörðun að leggja skólann niður, hann var sviptur starfsleyfi sínu og húsnæði. Frekar en að leggja árar í bát var brugðið á það ráð að flytja starfsemina til Vilnius. Þar er nú haldið úti kennslu við frekar erfiðar aðstæður. Norræna ráðherranefndin styrkir háskólann ásamt ESB og mörgum styrktaraðilum öðrum beggja vegna Atlantsála. Margir úr hópi kennara og nemenda búa í Minsk og ferðast reglulega til Vilnius, en milli þessara staða eru um 180 km. Sérstök stjórn hefur verið skipuð um verkefnið þar sem Norðurlönd eiga hvert sinn fulltrúa og er fulltrúi Íslands Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum