Hoppa yfir valmynd
1. júní 2006 Forsætisráðuneytið

Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins í Reykjavík 8. júní

Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins
Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins

Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins verður haldinn í Reykjavík þann 8. júní n.k. með þátttöku 11 aðildarríkja ráðsins, auk Evrópusambandsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun stýra fundinum sem hefst kl. 09:00 á Nordica hótel og er fyrirhugað að ljúki um kl. 12:00 með fréttamannafundi.

Leiðtogafundurinn markar lokin á formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu sem hófst þann 1. júlí 2005. Í formennskutíð sinni hefur Ísland meðal annars lagt áherslu á samvinnu á sviði orku- og umhverfismála, sem og nánari samvinnu við önnur svæðisbundin samtök.

Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 með aðild 10 ríkja - Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands - auk Evrópusambandsins. Ísland gerðist aðili árið 1995. Meginhlutverk ráðsins er að stuðla að stjórnmálalegum og efnahagslegum stöðugleika í norðausturhluta Evrópu, meðal annars með aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis, verndun mannréttinda og bættu viðskiptaumhverfi til eflingar frjálsum viðskiptum.

Í tengslum við leiðtogafund Eystrasaltsráðsins mun Halldór Ásgrímsson eiga tvíhliða fundi með forsætisráðherra Rússlands og forsætisráðherra Póllands.

Reykjavík 1. júní 2006

Meðfylgjandi er fréttatilkynningin á pdf. formi



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum