Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2006 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Eistlands

Geir H. Haarde forsætisráðherra og eiginkona hans frú Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn þangað 21.-23. ágúst. Tilefni heimsóknarinnar er að nú eru liðin 15 ár frá því Eistland endurheimti sjálfstæði sitt og Eistum er enn í fersku minni sá stuðningur sem Ísland veitti þeim með því að vera fyrst ríkja til að taka upp stjórnmálasamband við þá.

Auk fundar með forsætisráðherra Eistlands mun forsætisráðherra eiga fundi með Arnold Rüütel, forseta Eistlands, Toomas Varek, forseta þingsins, Urmas Paet utanríkisráðherra og Jüri Ratas borgarstjóra í Tallinn. Þá verður forsætisráðherra viðstaddur þegar skjöldur til minningar um að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt sjálfstæðis Eistlands verður afhjúpaður á Íslandstorgi í Tallinn. Forsætisráðherra heimsækir fyrirtæki sem tengjast viðskiptum við Ísland.

Frekari upplýsingar um heimsóknina veitir Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu í síma 896 3962.

                                                                                                                Reykjavík 21. ágúst 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum