Hoppa yfir valmynd
7. desember 2006 Forsætisráðuneytið

Samstarfsráðherrar Norðurlanda ræða samstarf við Rússland og Hvíta-Rússland

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, sækir fund norrænna samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn föstudaginn 8. desember.

Á fundinum verða ræddar tillögur sem miða að auknum réttindum Færeyja, Grænlands og Álandseyja í norrænu samstarfi og einnig verður rætt um samstarf Norðurlanda á Norður-Atlantshafssvæðinu. Norrænt samstarf snýst í vaxandi mæli um að eiga náin og góð samskipti við nágrannaríki og –svæði Norðurlanda. Teknar verða ákvarðanir um innihald samstarfsins við Rússland og Hvíta-Rússland á næsta ári. Þar vega þungt aðgerðir Norrænu ráðherranefndarinnar sem miða að því að byggja upp þekkingu og mynda tengslanet í Norðvestur Rússlandi en einnig umtalsverður stuðningur ráðherranefndarinnar við námsmenn frá Hvíta-Rússlandi en að því verkefni er meðal annars unnið í samstarfi við ESB.

 


                                                                                                                 Reykjavík 7. desember 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum