Hoppa yfir valmynd
15. desember 2006 Forsætisráðuneytið

Úthlutun Verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar

Lokið er úthlutun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Að þessu sinni voru veittar 16 viðurkenningar, samtals 7.000.000 kr. Þær eru eftirfarandi:

A. Útgefin rit:

1. Birgir Hermannsson: Understanding Nationalism, 500.00 kr.

2. Björn Hróarsson: Hraunhellar á Íslandi. I-II, 700.000 kr.

3. Guðjón Friðriksson: Ég elska þig stormur, 500.000 kr.

4. Guðmundur Magnússon: Thorsararnir, 500.000 kr.

5. Jón Hjaltason: Saga Akureyrar. IV, 500.000 kr.

6. Jón Þ. Þór: Nýsköpunaröld. Saga sjávarútvegs á Íslandi III. bindi, 400.000 kr. og

Saga Bolungarvíkur, 300.000 kr.

7. Sigurður Gylfi Magnússon: Fortíðardraumar, 200.000 kr. og Sjálfssögur, 300.000 kr.

8. Stefán Snævarr: Ástarspekt, 200.000 kr.

9. Steinunn Kristjánsdóttir: The Awakening of Christianity, 500.000 kr.

10. Sverrir Jakobsson: Veröldin og við, 500.000 kr.

11. Trausti Valsson: How the World will change — with Global Warming, 300.000 kr.

12. Viðar Hreinsson: Gæfuleit, 400.000 kr.

13. Þorvaldur Gylfason: Tveir heimar, 300.000 kr.

B. Styrkir til rita í smíðum:

14. Eysteinn Þorvaldsson: Um íslenska kvæðagerð í Vesturheimi, 300.000 kr.

15. Jón Viðar Jónsson: Um leikritun og leikhúsafskipti Halldórs Laxness og áhrif erlendra skálda á verk hans, 200.000 kr.

16. Þorleifur Hauksson: Sverris saga, 400.000 kr.

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Jón G. Friðjónsson, Ólafía Ingólfsdóttir og Ragnheiður Sigurjónsdóttir.

Reykjavík 15. desember 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum