Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2007 Forsætisráðuneytið

Finninn Jan Erik Enestam verður framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs

Finninn Jan Erik Enestam verður framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.
Enestam var fulltrúi Finna þegar ráða átti í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar sl. haust. Sem kunnugt er var Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra ráðinn í þá stöðu. Sjá nánar frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. Þá hefur Kristín Ólafsdóttir, ráðunautur hjá Norðurlandaráði verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sambands norrænu félaganna með aðsetur í Malmö í Svíþjóð. Kristín, sem er stjórnmálafræðingur og starfaði m.a. hér heima sem blaðamaður, tekur við nýju stöðunni í vor. Sjá nánar frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

                                                                                                          Reykjavík 30. janúar 2007

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum