Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2007 Forsætisráðuneytið

Skýrsla nefndar um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945-1991

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði hinn 22. júní 2006, í samræmi við ályktun Alþingis um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands, hefur skilað skýrslu til Alþingis.

Verkefni og umboð nefndarinnar var afmarkað við að gera tillögur um aðgang fræðimanna að gögnum sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945-1991 í vörslu opinberra aðila innan lands.

Í skýrslunni er m.a. að finna drög nefndarinnar að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar er m.a. lagt til að stofnuð verði sérstök safnadeild við Þjóðskjalasafn Íslands, öryggismálasafn, þar sem gögn um öryggismál Íslands á árunum 1945-1991 verði varðveitt. Þetta er gert til að auðvelda aðgang fræðimanna að gögnunum. Réttur til aðgangs að gögnum öryggismálasafns er þrískiptur: 1. réttur fræðimanna til aðgangs að gögnunum, 2) réttur hins skráða að upplýsingum um sjálfan sig og 3) réttur almennings til aðgangs að gögnum safnsins.


Skýrsla nefndar um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands (PDF-410Kb)


                  

                                                                                                                 Reykjavík 9. febrúar 2007



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum