Hoppa yfir valmynd
1. mars 2007 Forsætisráðuneytið

Alþjóðlega heimskautaárið hefst í dag

Alþjóðlega heimskautaárinu - International Polar Year - verður opinberlega hleypt af stokkunum í París í dag. Danmörk, Færeyjar, Grænland og Ísland fagna hins vegar árinu sameiginlega með dagskrá á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í dag frá kl. 10-17. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnar sýningu um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp á ráðstefnunni. Fundarstjóri er frú Vigdís Finnbogadóttir. Norræna ráðherranefndin styrkir Alþjóðlega heimskautaárið auk fjölda annarra verkefna sem unnið er að á Norðurskautssvæðinu. Sjá nánar frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.

                                                                                                                      Reykjavík 1. mars 2007.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum