Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2007 Forsætisráðuneytið

Skipan stjórnar Þjóðmenningarhússins 2007

Forsætisráðherra hefur skipað í stjórn Þjóðmenningarhússins til næstu fjögurra ára. Stjórninni er ætlað að leggja megináherslur í starfsemi hússins og móta í því skyni langtímastefnu um sýningar og aðra starfsemi þar.

Stjórnin er óbreytt frá því sem verið hefur. Í henni eiga sæti Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis, sem jafnframt er formaður, Jóhannes Nordal fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, tilnefndur af fjármálaráðherra og Andri Snær Magnason rithöfundur, tilnefndur af menntamálaráðherra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum