Hoppa yfir valmynd
15. júní 2007 Forsætisráðuneytið

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur, lögfræðing, í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí nk.

Margrét María lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 1. nóvember 2003 en starfaði þar áður sem lögfræðingur. Hún rak eigin lögmannsstofu um árabil auk þess sem hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi. Margrét María hefur auk þess sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldumála innan lands sem erlendis.

Um embætti umboðsmanns barna sóttu 13 manns, en einn dró umsókn sína til baka.

 

Reykjavík 15. júní 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum