Hoppa yfir valmynd
8. október 2007 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra með Jaap Hoop de Scheffer, framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra eiga í dag fund með Jaap Hoop de Scheffer, framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins, en síðarnefndur verður staddur hér á landi vegna fundar þingmannasamtaka bandalagsins. Gert er ráð fyrir að fjallað verði um ýmis mál sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir, m.a. undirbúning leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Búkarest í apríl 2008.

Ráðherrarnir og framkvæmdarstjórinn munu hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu kl. 19:30.

Reykjavík 8. október 2007

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum