Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2007 Forsætisráðuneytið

Nefnd til undirbúnings 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar tekin til starfa

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði 17. júní sl. til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta hefur tekið til starfa.

Nefndin er skipuð fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar Alþingis og Hrafnseyrarnefndar. Formaður nefndarinnar er Sólveig Pétursdóttir fv. forseti Alþingis.

Nefndinni er ætlað að gera fyrstu tillögur til forsætisráðherra eigi síðar en í árslok 2008 en vinna síðan að undirbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Nefndin mun enn fremur leita eftir tillögum frá stofnunum og samtökum sem tengjast minningu Jóns Sigurðssonar forseta.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja nefndinni til hugmyndir um hvernig minnast megi þessara tímamóta er bent á að senda þær til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík; merkt Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, eða á netfangið [email protected].

                                                                                                            Reykjavík 2. nóvember 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum