Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2007 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar nefnd um ímynd Íslands

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hvernig megi styrkja ímynd Íslands. Helstu hlutverk nefndarinnar eru að gera úttekt á skipan ímyndarmála Íslands í dag, móta stefnu Íslands í þessum málaflokki og leggja fram tillögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands. Nefndin er hvött til að leita ráðgjafar hjá aðilum í atvinnu- og menningarlífi sem hafa með ímyndarmál Íslands að gera. Jafnframt er nefndin hvött til að kynna sér nýjar leiðir í þessum málum í öðrum löndum. Nefndin skal skila tillögum til forsætisráðherra eigi síðar en 1. mars 2008.

Formaður nefndarinnar er Svafa Grönfeldt, rektor við Háskólann í Reykjavík. Aðrir nefndarmenn eru Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs í utanríkisráðuneytinu, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins. Starfsmaður nefndarinnar er Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu.

 

Reykjavík 7. nóvember 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum