Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2007 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra hlýtur heiðursverðlaun Alþjóðavetnissamstarfsins

GHH tekur við viðurkenningunni úr hendi Johns Mizrochs, stjórnarformanns IPHE, í Róm í dag.
Forsætisráðherra tekur við viðurkenningunni úr hendi Johns Mizrochs, stjórnarformanns IPHE, í Róm í dag

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, veitti í dag viðtöku sérstökum heiðursverðlaunum Alþjóðavetnissamstarfsins (IPHE) fyrir framlag Íslands til framþróunar og kynningar á alþjóðavetnissamfélaginu. Athöfnin fór fram á Alþjóðaorkuþinginu sem stendur nú yfir í Róm.

Reykjavík 14. nóvember 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum