Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2008 Forsætisráðuneytið

Heimsókn forsætisráðherra til Lúxemborgar og Belgíu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsækir Lúxemborg og Belgíu í síðari hluta febrúar til viðræðna við forsætisráðherra ríkjanna. Hann mun einnig eiga viðræður við fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Forsætisráðherra mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, í hádeginu 26. febrúar nk. og einnig kynna sér starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í hertogadæminu sama morgun. Þaðan fer forsætisráðherra til Belgíu og mun 26. – 27. febrúar nk. eiga fundi með Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Javier Solana, háttsettum fulltrúa ESB á sviði sameiginlegu utanríkis- og öryggismálstefnunnar, Benita Ferrero-Waldner, framkvæmdastjóra ESB á sviði utanríkismála, og Olli Rehn, framkvæmdastjóra ESB á sviði stækkunarmála.

Nánari upplýsingar veita Sturla Sigurjónsson, sendiherra, og Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Reykjavík 30. janúar 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum