Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2008 Forsætisráðuneytið

Netspjall um mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið

Opið samráð um áherslur í nýrri stefnu um upplýsingasamfélagið er hafið. Almenningur og hagsmunaaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri með þátttöku í netspjalli til 19. mars nk. Slóðin á spjallið er www.island.is/spjall.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að móta nýja stefnu um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2008-2011 sem endurspegli nýjar áherslur ríkisstjórnarinnar og byggi m.a. á stefnuyfirlýsingu hennar og pólitískum áherslum stjórnarflokkanna. Starfandi er stefnumótunarnefnd með 2 fulltrúum frá hvorum stjórnarflokki auk fulltrúa forsætisráðuneytis. Að auki eru starfandi samráðshópar sem vinna með nefndinni. Stefnumótunarnefnd er ætlað að skila af sér stefnu og framkvæmdaáætlun þar sem verkefnum er forgangsraðað og sett mælanleg markmið þar sem við á.

                                                                                                 Reykjavík 28. febrúar 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum