Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2008 Forsætisráðuneytið

Samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og Nýfundnalands og Labrador

Geir H. Haarde og Danny Williams við undirritun samkomulagsins.  Á milli forsætisráðherranna er David Dempster, prótókollmeistari hjá ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador.
Geir H. Haarde og Danny Williams við undirritun samkomulagsins. Á milli forsætisráðherranna er David Dempster, prótókollmeistari hjá ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, undirrituðu í dag í St. John´s samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og þessa nágrannafylkis okkar í Kanada. Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir samráði og upplýsingaskiptum opinberra- og einkaaðila, greiningu á sameiginlegum hagsmunum og leit að hagnýtum samstarfsverkefnum. Með samkomulaginu er stefnt að aukinni samvinnu á sviði menningar, mennta og lista.

„Við fögnum þessu samkomulagi milli Íslands og Nýfundnalands og Labrador sem mun án nokkurs vafa stuðla að auknum samskiptum milli þessa tveggja nágranna við Norður-Atlantshaf, á vettvangi yfirvalda, stofnana og atvinnulífs,“ sagði Geir Haarde. „Samkomulagið nær til margra þátta og mun vonandi stuðla að auknum samskiptum, bæði á sviði efnahagslífs og menningar.“

Til að fylgja samkomulaginu eftir er gert ráð fyrir að stofnuð verði sérstök nefnd sem kanni hvernig hægt verði að efla almenn samskipti Íslands og Nýfundlands og Labrador. Þar verði forgangsverkefni að stuðla að gagnkvæmri fræðslu og iðnþróun, m.a. á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, sjávarútvegs og öryggis á hafi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum