Hoppa yfir valmynd
9. júní 2008 Forsætisráðuneytið

Heimsókn forsætisráðherra á Keflavíkurflugvöll

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsækir í dag sveit franska flughersins á Keflavíkurflugvelli sem nú gegnir loftrýmiseftirliti við Ísland. Þvínæst hittir hann stjórnendur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Keilis og fær kynningar á stöðu verkefna þessara fyrirtækja. Nánari upplýsingar um tilhögun þessara heimsókna veitir Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í síma 660-4960.

Reykjavík 9. júní 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum