Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2008 Forsætisráðuneytið

Frá forsætisráðherra vegna andláts herra Sigurbjörns Einarssonar biskups

Með herra Sigurbirni Einarssyni biskupi er genginn mikilhæfur trúarleiðtogi og djúpvitur hugsuður, sem hafði með orðræðu sinni og framgöngu meiri og varanlegri áhrif á íslenskt trúarlíf og þjóðfélag en flestir Íslendingar fyrr og síðar.

Allt til hinstu stundar var hann einlægur og virkur í þeirri köllun sinni að efla trúarvitund Íslendinga og mikilvægi kristinnar trúar í daglegu lífi. Prédikanir herra Sigurbjörns bera vott um innsæi hans og sálmar hans og bænir snerta streng í hjarta sérhvers kristins manns.

Við andlát hans er Íslendingum efst í huga þakklæti fyrir það sem hann veitti þjóð sinni. Hans er minnst sem ástsælasta andlega leiðtoga þjóðarinnar á síðari tímum.

Ég færi ástvinum herra Sigurbjörns einlægar samúðarkveðjur ríkisstjórnar Íslands og þjóðarinnar allrar.

Geir H. Haarde,

forsætisráðherra.

Reykjavík 28. ágúst 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum