Hoppa yfir valmynd
11. október 2008 Forsætisráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing

Fulltrúar Íslands og Bretlands áttu vinsamlegan fund í Reykjavík til að ræða sameiginleg hagsmunamál í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum, með það að markmiði að ná niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir báða aðila.

Verulegur árangur náðist um meginatriði fyrirkomulags sem miðar að því að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum.

Reykjavík 11. október 2008



 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum