Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2009 Forsætisráðuneytið

Frumvarp um Seðlabanka Íslands lagt fram á Alþingi.

Ríkisstjórn Íslands afgreiddi á fyrsta fundi sínum 3. febrúar frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Frumvarpið var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna og Framsóknarflokknum 4. febrúar og lagt fyrir Alþingi sama dag.

Í frumvarpinu, sem lagt er fram til að tryggja að endurreisa megi traust á Seðlabankanum og þeirri peningastefnu sem hann fylgir, er meðal annars kveðið á um að aðeins verði einn seðlabankastjóri í stað þriggja eins og nú er sem forsætisráðherra skipar til sjö ára að undangenginni auglýsingu.
Skipuð verður 5 manna peningastefnunefnd sem tekur allar ákvarðanir um beitingu stjórnartækja bankans. Í henni munu eiga sæti seðlabankastjóri sem er formaður, tveir af yfirmönnum bankans á sviði mótunar og framkvæmdar stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar sem skipaðir eru af seðlabankastjóra að fenginni staðfestingu forsætisráðherra.

Peningastefnunefndin tekur allar ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum en stjórntækin teljast vaxtaákvarðanir, viðskipti við lánastofnanir, ákvörðun bindiskyldu og viðskipti á gjaldeyrismarkaði.
Forsætisráðherra hefur skrifað núverandi bankastjórum Seðlabanka Íslands bréf, kynnt þeim áform um breytingar og óskað eftir því að þeir láti af störfum eins skjótt og auðið er til að greiða fyrir nauðsynlegri endurskipulagningu.

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands á vef Alþingis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum