Hoppa yfir valmynd
24. mars 2009 Forsætisráðuneytið

Ársskýrsla ríkislögmanns 2008

Ríkislögmaður hefur í fyrsta skipti tekið saman ársskýslu um störf sín. Þar er meðal annars gefið yfirlit yfir fjölda mála sem verið hafa til meðferðar hjá embættinu.

Embættinu bárust 325 ný mál á árinu 2008. Fyrir voru samtals 134 óafgreidd mál í lok árs 2007. 252 málum var endanlega lokið á árinu 2008 og voru 207 mál óafgreidd í lok ársins.

Af nýjum málum á árinu 2008 voru 119 dómsmál. Af þeim voru 81 rekin fyrir héraðsdómi, 33 fyrir Hæstarétti og 5 fyrir Félagsdómi. Bótakröfur voru 83, erindi/álitsgerðir 34, tryggingabótakröfur 86 og önnur mál 3.

Á árinu 2008 voru afgreidd samtals 252 mál, eins og áður sagði. Þar af voru 89 dómsmál, 77 bótakröfur, 18 erindi/álitsgerðir, 65 tryggingabótakröfur og 3 önnur mál.

Um síðustu áramót voru ódæmd 117 dómsmál, 34 bótakröfur voru óafgreiddar, 21 erindi/álitsgerðir og 35 tryggingabótakröfur.

Sjá nánar í ársskýrsla embættis ríkislögmanns fyrir 2008 (PDF-skjal)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum