Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2009 Forsætisráðuneytið

Nefnd um þróun Evrópumála lýkur störfum

Nefnd um þróun Evrópumála lauk störfum í dag og skilaði skýrslu í samræmi við fyrirmæli verkefnaskrár ríkisstjórnarinnar og verður kynnt þar. Nefndin hefur starfað í eitt ár og var skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi og vinnumarkaðarins. Formenn voru þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður, og Illugi Gunnarsson, alþingismaður.

Nefndin komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og fylgja skýrslunni sérálit þeirra sem í nefndinni sátu.

Í skýrslunni er m.a.:

  • Yfirlit yfir framkvæmd á tillögum fyrri Evrópunefndar í Stjórnarráði Íslands.
  • Greinargerð um áhrif Lissabon-samningsins á stöðu EES og Íslands
  • Frásögn af ferð Nefndar um þróun Evrópumála til Brussel
  • Greinargerð um möguleika Íslands á upptöku evru án aðildar að ESB
  • Samantekt á svörum álitsgjafa
  • Greinargerð Hagfræðistofnunar H.Í. um gjaldmiðlamál


Sjá nánar um nefndina á vefsíðu ráðuneytisins: evropumal.forsaetisraduneyti.is

Hægt er að nálgast skýrsluna sjálfa í ráðuneytinu, en prófarkarlesin útgáfa verður sett á vefsíðuna eftir helgi.

Reykjavík 17. apríl 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum