Hoppa yfir valmynd
5. maí 2009 Forsætisráðuneytið

Jónas Haralz skipaður formaður matsnefndar vegna stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra

Forsætisráðherra hefur skipað Jónas Haralz, hagfræðing, formann nefndar sem leggja ber mat á hæfni umsækjanda um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Auk Jónasar skipa nefndina Guðmundur K. Magnússon fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins og Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands.

Við mat á hæfni umsækjanda skal nefndin m.a. hafa til hliðsjónar menntun, starfsferli, reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum, stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Nefndin skal skila umsögnum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 5. júní nk.

Umsagnir nefndarinnar eru ekki bindandi við skipun í embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra.

Fimmtán sóttu um embætti seðlabankastjóra og sextán um embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði laganna um háskólapróf eru eftirfarandi:

Arnór Sighvatsson, hagfræðingur Ásgeir Jónsson, hagfræðingur. Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur. Már Guðmundsson, hagfræðingur. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur. Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur. Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.

Umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra eru eftirfarandi:

Arnór Sighvatsson, hagfræðingur. Baldur Pétursson, viðskiptafræðingur. Daníel Svavarsson, hagfræðingur. Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur. Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur. Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur. Jón G. Jónsson, viðskiptafræðingur. Jón Þ. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur. Lilja D. Alfreðsdóttir, hagfræðingur. Lúðvík Elíasson, hagfræðingur. Ólafur Þórisson, hagfræðingur. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur. Tamara Lísa Roesel, viðskiptafræðingur Tryggvi Pálsson, hagfræðingur Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum