Hoppa yfir valmynd
17. september 2009 Forsætisráðuneytið

Hugmyndir Breta og Hollendinga

Fulltrúar íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda hafa verið í sambandi undanfarnar vikur í kjölfar samþykktar l. nr. 93/2009 um ríkisábyrgð á lánum til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Af hálfu Breta og Hollendinga hafa komið fram hugmyndir um hvernig þeir geti fyrir sitt leyti lokið málinu með hliðsjón af fyrirvörum Alþingis. Þeir hafa óskað eftir því að þessar hugmyndir verði meðhöndlaðar sem trúnaðarmál á þessu stigi. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa í dag fundað með leiðtogum stjórnarandstöðunnar og kynnt þeim stöðu málsins og munu funda með fjárlaganefnd kl. 18 í dag.

Reykjavík 17. september 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum