Hoppa yfir valmynd
22. september 2009 Forsætisráðuneytið

Breytt vinnulag Vísinda- og tækniráðs

Fyrsti fundur nýs Vísinda- og tækniráðs var haldinn í dag. Í ráðinu, sem starfað hefur undir forsæti forsætisráðherra frá árunum 2003, eiga sæti ráðherrar þeirra ráðuneyta sem tengjast málaflokknum mest, fulltrúar úr háskólasamfélaginu, frá atvinnulífinu og samtökum launafólks.

Á fundinum var fjallað um drög að stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til ársins 2012 sem ráðherra er lögum samkvæmt ætlað að marka. Ráðið mun afgreiða stefnuna á næsta fundi sínum sem verður í desember nk.

Þá var á fundinum samþykkt breytt vinnulag ráðsins sem gerir ráð fyrir fjölgun funda þess og virkari þátttöku ráðherra. Einnig er RANNÍS ætlað aukið hlutverk sem þjónustustofnun fyrir þá sem sinna vísindum, rannsóknum og nýsköpun.

Loks voru ræddar tillögur um uppbyggingu á innviðum rannsóknastarfs. Þar má nefna stuðningsþjónustu við umsókn í alþjóðlega samkeppnissjóði og aukinn aðgang að gagnasöfnum og háhraðatengingum við útlönd. Ríkið leggur áherslu á að efla samstarf háskóla og atvinnulífs til meiri rannsókna og nýsköpunar í atvinnulífinu.

Reykjavík 22. september 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum