Hoppa yfir valmynd
9. október 2009 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn lögmanns Færeyja

Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 12. – 14. október og á hann m.a. fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur lögmanni kvöldverðarboð og hann heimsækir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Lögmaðurinn skoðar Landnámssýninguna í Reykjavík, Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Skálholt, auk þess sem hann kynnir sér fiskvinnslu hjá HB Granda og nýtingu jarðvarma í Nesjavallavirkjun. Þá heimsækir hann Alþingi og Háskóla Íslands, þar sem hann flytur ávarp.

Hér er hægt að nálgast dagskrá heimsóknarinnar.

Reykjavík 9. október 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum