Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 1999 Forsætisráðuneytið

Ritun sögu Stjórnarráðs Íslands

Í dag eru 95 ár liðin frá stofnun Stjórnarráðs Íslands árið 1904. Á þessu ári eru jafnframt 30 ár liðin frá því að rit Agnars Kl. Jónssonar um Stjórnarráð Íslands árin 1904 til 1964 kom út. Einnig styttist í 100 ára afmæli stjórnarráðsins árið 2004. Forsætisráðherra hefur því ákveðið að hafinn skuli undirbúningur að ritun sögu stjórnarráðsins fyrir þann tíma, eftir að riti Agnars Kl. Jónssonar lýkur. Sögufélagið hefur sýnt áhuga á þessu verki og er fyrirhugað að semja við það um að annast útgáfu ritsins.

Forsætisráðherra mun skipa ritstjórn fyrir verkið og verður henni falið að skipuleggja útgáfuna og ráða starfsmann eða -menn til verksins.

Í ritstjórn taka sæti Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem jafnframt verður formaður, og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Af hálfu Sögufélagsins hefur Heimir Þorleifsson sagnfræðingur verið tilnefndur í ritstjórn.

Í Reykjavík, 1. febrúar 1999.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum