Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2009 Forsætisráðuneytið

Fyrsti fundur ráðherranefndar um efnahagsmál

Fyrsti fundur ráðherranefndar um efnahagsmál
Fyrsti fundur ráðherranefndar um efnahagsmál

Ráðherranefnd um efnahagsmál hélt sinn fyrsta fund í dag og fjallaði um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, framtíðarskipulag peningamála, samræmingu fjármála ríkis- og sveitarfélaga, uppbyggingu fjármálakerfisins, þróun efnahagsmála og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, en þetta verða fastir liðir á dagskrá hennar á næstunni. Nefndin starfar undir forystu forsætisráðherra samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum. Í nefndinni eru auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atviknum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins.

Samkvæmt nýju skipulagi mun forsætisráðuneytið fyrst og fremst gegna forystu- og samræmingarhlutverki innan Stjórnarráðsins í heild sinni og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Auk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin.

Reykjavík 4. nóvember 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum