Hoppa yfir valmynd
28. júní 2002 Forsætisráðuneytið

Rafræn stjórnsýsla

Frétt nr.: 23/2002

Drög að skýrslu nefndar um rafræna stjórnsýslu

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um hvaða lagalegu álitaefni kunni að tálma upptöku rafrænna stjórnsýsluhátta og gera tillögur um hvaða lagalega umhverfi sé almennt æskilegt að búa rafrænni stjórnsýslu til framtíðar hefur skilað ráðuneytinu drögum að skýrslu sinni og tillögum.

Að beiðni nefndarinnar hefur ráðuneytið leitað eftir umsögn ýmissa aðila um drögin og varir umsagnarfrestur til 1. september nk. Til að sem flestum gefist kostur á að kynna sér umfjöllun og hugmyndir nefndinnar eru drögin jafnframt birt hér.


Drög að skýrslu nefndar um rafræna stjórnsýslu send til umsagnar (doc - 144Kb)
Drög að skýrslu nefndar um rafræna stjórnsýslu send til umsagnar (pdf - 144Kb)

Í Reykjavík, 28. júní 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum