Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um siðareglur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum. Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að efla traust til stjórnsýslu ríkisins sem beðið hefur hnekki við bankahrunið. Meginefni frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir ríkisstarfsmenn og ráðherra. Þar er kveðið á um ferli við innleiðingu siðareglna, eftirlit með reglunum af hálfu stjórnenda og umboðsmanns Alþingis og samhæfingu milli þeirra opinberru aðila sem bera ábyrgð á því að stjórnsýslan standist gæðakröfur. Þá fylgja frumvarpinu drög að siðareglum til kynningar.

Frumvarpið á vef Alþingis.


Reykjavík 26. febrúar 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum