Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Forsætisráðuneytið

Hátíðarhöld á 17. júní

Hátíðarhöld á 17. júní hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10:30. Að lokinni guðsþjónustu verður hátíðardagskrá á Austurvelli. Hér að neðan má sjá nánari dagskrá.

 

Dagskrá í Dómkirkju og á Austurvelli

 Kl. 10.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni

Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar

Dómkórinn syngur, stjórnandi Örn Magnússon

Einsöngvari: Einar Clausen

 Kl. 11.20 Hátíðardagskrá á Austurvelli

Kynnir Áslaug Guðrúnardóttir

Karlakórinn Fóstbræður syngur Yfir voru ættarlandi

Stjórnandi: Árni Harðarson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli

Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn

Hátíðarræða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur

Karlakórinn Fóstbræður syngur Ísland ögrum skorið

Ávarp fjallkonunnar

Lúðrasveitin Svanur leikur Ég vil elska mitt land

Stjórnandi: Matthías V. Baldursson.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum