Hoppa yfir valmynd
11. október 2010 Forsætisráðuneytið

Fundur samráðshóps um skuldavanda heimilanna

Samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og fulltrúa stjórnarandstöðunnar um skuldavanda heimilanna hittist í þriðja sinn í morgun. Til fundarins mættu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra, dómsmála- og mannréttindaráðherra og fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis auk fulltrúa Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar og fóru yfir stöðu mála.

Forsætisráðherra gerði grein fyrir verkáætlun komandi viku og starfinu frá síðasta fundi og lagði fram meðfylgjandi áætlun um samráðsfundi í vikunni:

  • Þriðjudagur 12.10. kl. 17:30-19:00 – Samráðsnefnd með fjórum þingnefndum – Þjóðmenningarhúsið.
  • Miðvikudagur 13.10. kl. 10:30 – 11:30 – Samráðsnefnd.
  • Miðvikudagur 13.10. kl. 18:00-20:00  – Samráðsnefnd með fulltrúum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, Umboðsmanni skuldara, Hagsmunasamtökum heimilanna og talsmanni neytenda. – Þjóðmenningarhúsið.
  • Fimmtudagur 14.10. kl. 16.45-18.15 – Samráðsnefnd með aðilum vinnumarkaðarins. – Stjórnarráðshúsið.

Umboðsmaður skuldara mætti til fundarins og gerði grein fyrir vinnu embættisins við úthringingar til þeirra sem að óbreyttu horfa fram á lokasölu nauðungaruppboðs í október. Fram kom m.a. í máli umboðsmanns að af þeim 242 lokauppboðum sem fyrirhuguð eru 149 vegna einstaklinga en 93 vegna eigna í eigu einkahlutafélaga. Fram kom einnig að af þeim 65 einstaklingum sem embættið hefur náð í hafa aðeins 38% nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölum í samræmi við gildandi lög, 43% hafa ekki nýtt sér frestanir og 18% gátu ekki svarað því hvort fresturinn hefði verið nýttur. Fram kom einnig að aðeins 28% svarenda höfðu nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika, 25% gátu ekki svarað spurningunni og 48% sögðust ekki hafa nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. 82% svarenda kaus að nýta sér frekari aðstoð Umboðsmanns skuldara í kjölfar símtalsins og mun embættið liðsinna viðkomandi einstaklingum í framhaldinu (sjá nánar greiningu á svörum í meðfylgjandi skjali).

Á fundinum voru kynnt tvö lagafrumvörp sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á Alþingi í vikunni. Annars vegar frumvarp dóms- og mannréttindaráðherra um heimildir til að óska eftir frestun á lokasölu nauðungaruppboðs verð framlengdur og hins vegar frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um fyrirkomulag uppgjöra vegna nýfallins gengisdóms. Ráðherrarnir gerðu einnig grein fyrir fjölmörgum öðrum málum sem eru til skoðunar og vinnslu í ráðuneytunum og munu birtast á næstu dögum í formi lagafrumvarpa eða úttekta eftir atvikum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum