Hoppa yfir valmynd
3. desember 2010 Forsætisráðuneytið

Frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað í áföngum 2013 - 2015

Í tengslum við undirritun viljayfirlýsingar vegna skuldavanda heimilanna í dag var jafnframt undirrituð yfirlýsing um hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum 2013 - 2015.

Yfirlýsing

Víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðanna

Ríkisstjórnin  mun fresta  endurútreikningi vegna mögulegrar lækkunar greiðslna almannatrygginga vegna aukinna greiðslna frá  lífeyrissjóðum.  Á sama hátt eru lífeyrissjóðirnir tilbúnir að beita ekki tekjuviðmiðun eftir úrskurð, gagnvart nýjum örorkulífeyrisúrskurðum.

Þetta gildir einnig ef tekjur örorkulífeyrisþega  á samningstímabilinu samanstanda eingöngu af bótum lífeyrissjóða og almannatrygginga. Áfram verði þó tekið tillit til atvinnutekna við tekjuviðmiðun hjá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. 

Með þessum aðgerðum  verði leitast við að koma  í veg fyrir víxlverkanir og tekjurýrnum lífeyrisþega af hennar völdum næstu þrjú árin. Á þeim tíma verði fundin viðvarandi lausn á vandanum til framtíðar. Þá eru aðilar  einnig sammála um að endurskoða tekjutengingu ýmissa  bótaflokka almannatrygginga.

Hækkun frítekjumarks  ellilífeyrisþega í áföngum 2013- 2015

Ríkisstjórnin samþykkir að frítekjumark á ellilífeyri lífeyrissjóðanna gagnvart almannatryggingum verði hækkað  í áföngum og komi fyrsti hlutinn til framkvæmda í ársbyrjun 2013. Annar áfangi komi til framkvæmda í ársbyrjun 2014 og frá og með ársbyrjun 2015 verði lokið við að hækka frítekjumarkið til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega.

Reykjavík   3. desember 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum