Hoppa yfir valmynd
7. desember 2010 Forsætisráðuneytið

Fyrsti fundur samráðshóps stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum

Föstudaginn 3. desember var haldinn fyrsti fundur hjá samráðshópi stjórnvalda og sveitarfélaga og hagsmunaaðila á Suðurnesjum. Fundurinn var haldinn í Reykjanesbæ. Þar voru saman komnir fulltrúar fimm ráðuneyta, sveitarstjórar á Suðurnesjum, fulltrúar menntastofnana, sýslumanns, verkalýðsfélaga og fleiri hagsmunaaðila, alls um 30 manns.

Farið var yfir þau verkefni sem ríkisstjórn Íslands ákvað að hrinda í framkvæmd á svæðinu á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í Reykjanesbæ 9. nóvember sl. með það fyrir augum að efla atvinnu, menntun og velferð á Suðurnesjum. Verkefnin eru: mögulegur flutningur Landhelgisgæslu, uppbygging gagnavera, hersetusafn á Suðurnesjum, kynningar- og markaðsátak á fasteignum á varnarsvæðinu, vinna samstarfshóps iðnaðarráðuneytis um atvinnumál, klasasamstarf fyrirtækja á sviði líforku, lenging hámarkstímabils atvinnuleysisbóta, formlegt samstarf í velferðamálum innan svæðisins, útibú Umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum, nýtt stöðugildi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og þróun á nýju og fjölbreyttara námsframboði á Suðurnesjum.

Farið var yfir hvert og eitt verkefni, fulltrúar ráðuneyta greindu frá stöðu einstaka verkefna og umræður sköpuðumst um hvert og eitt þeirra. Ákveðið hefur verið að vettvangurinn hittist á mánaðarfresti fram á vor og fylgi þessum verkefnum eftir auk þess sem gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn geti nýst til umræðu og skoðanaskipta um önnur verkefni sem unnið er að á svæðinu.

Næsti fundur er áætlaður 14. janúar nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum