Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2011 Forsætisráðuneytið

Ávarp forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2011

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra flutti í dag, 16. febrúar, ávarp á Viðskiptaþingi 2011 og sagði þá meðal annars.

„Við verðum að horfa fram á veginn, raunsæjum augum á þá miklu möguleika sem íslenskt samfélag býður uppá. Í þeim efnum er fullt tilefni til bjartsýni og sóknarhugs enda tækifærin óþrjótandi og efnahagslegar forsendur til staðar.Við verðum að skapa hér 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að sínum heimavelli til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum. Tækifærið er núna og ef forystumenn atvinnulífs og stjórnmála sýna ekki í orði og verki trú á framtíðina - trú á íslenskt samfélag - er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir geri það.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum