Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2011 Forsætisráðuneytið

Samúðarkveðjur til norsku þjóðarinnar

Forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Noregs samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, vegna þeirra sorglegu atburða sem gerst hafa Noregi í dag.  Jafnframt hefur forsætisráðherra boðið fram aðstoð sem Ísland gæti hugsanlega veitt. 

„Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum erfiðu og óvissu tímum og höfum boðið fram alla þá aðstoð sem Ísland gæti hugsanlega veitt.  Til að sýna samhug með norsku þjóðinni verður flaggað í hálfa stöng á byggingum Stjórnarráðsins á morgun, laugardag og hvet ég Íslendinga til að sýna einnig samhug sinn með þeim hætti.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum