Hoppa yfir valmynd
14. desember 2011 Forsætisráðuneytið

Icesave fyrir EFTA dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA hefur í dag gefið út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að stofnunin hefur ákveðið að vísa til EFTA dómstólsins máli vegna meintra brota Íslands á tilskipun um innstæðutryggingar.

Sterkar vísbendingar eru um að þrotabú Landsbanka Íslands muni eiga fyrir greiðslu forgangskrafna sem fyrst og fremst eru innistæður. Fyrstu greiðslur voru inntar af hendi fyrir skömmu, eignastaða búsins er sterk og í því ljósi hafa stjórnvöld talið að ekki væri tilefni til málareksturs.

EFTA dómstóllinn er hins vegar sá farvegur sem eðlilegur er til þess að fá niðurstöðu um lagalegu óvissu í þessu máli. Íslensk stjórnvöld hafa komið ítarlegum röksemdum á framfæri fyrir sínum málstað og munu halda málsvörn sinni áfram fyrir EFTA dómstólnum af fullum þunga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum