Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2012 Forsætisráðuneytið

Tímamótafundur í ríkisstjórn í morgun

Frá 250. fundi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs
Frá 250. fundi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Í morgun var haldinn 250. fundur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Um var að ræða tímamótafund þar sem konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í ríkisstjórn hér á landi og kona skipar nú í fyrsta sinn embætti fjármálaráðherra.

Meðfylgjandi er mynd af fundinum (hægt er að smella á hana til að sjá stærri útgáfu). Á myndinni eru frá vinstri:  Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra.

Sjá jafnframt á stjornarrad.is yfirlit yfir ríkisstjórnir Íslands frá lýðveldisstofnun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum