Hoppa yfir valmynd
30. mars 2012 Forsætisráðuneytið

Þingsályktun um fækkun ráðuneyta lögð fram á Alþingi

Forsætisráðherra lagði í dag fram á Alþingi þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Í henni er leitað eftir stuðningi Alþingis við fyrirhugaðar breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Breytingarnar fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og efnahag- og viðskiptaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Með þessu verða ráðuneytin átta talsins og hefur þá fækkað um fjögur frá byrjun kjörtímabilsins. Nánar má lesa um breytingarnar í frétt forsætisráðuneytisins frá 21. mars síðastliðnum en þingsályktunartillöguna sjálfa má nálgast á vef Alþingis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum