Hoppa yfir valmynd
31. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Fundur Eystrasaltsráðsins  – orkuöryggi og hækkandi meðalaldur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra með fráfarandi formanni Eystrasaltsráðsins, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra með fráfarandi formanni Eystrasaltsráðsins, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem lauk í dag í Stralsund í Þýskalandi.

Aðildarríki Eystrasaltsráðsins eru Norðurlöndin fimm, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland auk þess sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á aðild að ráðinu.

Forsætisráðherrarnir ræddu annars vegar um orkumál og orkuöryggi á svæðinu, en hins vegar um áhrif lýðfræðilegra breytinga í ríkjunum, þar sem meðalaldur fer hækkandi og sífellt stærri hluti þjóðanna nær lífeyrisaldri, jafnframt því sem barneignum fækkar.

Þýskaland lætur nú af formennsku og tekur Rússland við formennskunni næsta árið.

Forsætisráðherrar og fulltrúar ESB  á fundi Eystrasaltsráðsins í Stralsund
Forsætisráðherrar og fulltrúar ESB á fundi Eystrasaltsráðsins í Stralsund

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum