Hoppa yfir valmynd
6. júní 2000 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda á Skagen í Danmörku

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda á Skagen í Danmörku

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda á Skagen í Danmörku, sameiginlegur fundur norrænu forsætisráðherranna með Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku og tvíhliða fundur Halldórs Ásgrímssonar, starfandi forsætisráðherra, með forsetanum, 8. og 9. júní.

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, sækir fund norrænu forsætisráðherranna, sem haldinn verður á Skagen í Danmörku 8.-9. júní nk. Utanríkisráðherra situr einnig sameiginlegan fund norrænu forsætisráðherranna með Thabo Mbeki, forseta Suður Afríku, sem haldinn verður í tengslum við norræna fundinn og mun eiga tvíhliða fund með forsetanum.

Umræðuefni norræna forsætisráðherrafundarins verða helstu mál á dagskrá ESB, Norrænu ráðherranefndarinnar og í samstarfinu við grannsvæði Norðurlanda.

Á fundi norrænu ráðherranna með forseta Suður-Afríku verða bæði rædd tvíhliða samskipti Norðurlanda og Suður- Afríku og samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Jafnframt verður þar fjallað um stöðu öryggismála, vopnaeftirlit, heilbrigðismál og fleira.

Reykjavík, 6. júní 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum