Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2013 Forsætisráðuneytið

Samráðshópur gegn kynferðislegu ofbeldi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að settur verði á fót samráðshópur um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til þess að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn og að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og markvissar forvarnaraðgerðir.

Samráðshópnum er ætlað að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir sem tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, um eflingu lögreglu- og ákæruvalds til að takast á við rannsóknir og saksókn í slíkum málum og um skráningu og eftirlit með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Loks er gert ráð fyrir að samráðshópurinn hugi að því hvernig staðið  verði að meðferðarúrræðum fyrir kynferðisbrotamenn.

Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili áfangaskýrslu að tillögum um aðgerðir, kostnaðarmat og lagabreytingum fyrir lok mars nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum