Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á leiðtogafundi Northern Future Forum í Riga, Lettlandi

Riga, höfuðborg Lettlands
Riga, höfuðborg Lettlands

Forsætisráðherrar níu ríkja norðanverðrar Evrópu, þeirra á meðal Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, hittast  í dag á leiðtogafundi í Riga í Lettlandi. Á fundinum er ætlunin að skiptast á skoðunum og miðla reynslu þjóðanna varðandi tvö meginefni; hvort grænn hagvöxtur geti verið samkeppnishæfur og hvernig haga megi upplýsingatækni þannig að borgararnir hafi sem bestan og greiðastan aðgang að stjórnsýslu og upplýsingum. Forsætisráðherrar frá níu ríkjum, Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bretlands sitja leiðtogafundinn sem haldinn er í boði Lettlands í Riga í dag og á morgun 28. febrúar.

Sendinefndir allra landanna eru skipaðar sérfræðingum úr stjórnsýslu og einkarekstri, sem miðla upplýsingum og flytja erindi um þau meginefni sem á dagskrá eru.  Forsætisráðherrarnir taka þátt í smærri málstofum með sérfræðingunum og er þetta form funda sem gefist hefur vel undanfarin tvö ár, fyrst í London 2011 og síðan í Stokkhólmi á síðasta ári.

Vefur fundarins er futureforum2013.gov.lv/en/

Íslenska sendinefndin er skipuð Hjálmari Gíslasyni framkvæmdastjóra DataMarket, Birnu Helgadóttur, verkefnisstjóra hjá Landspítala og Finni Pálma Magnússyni, fyrrverandi tæknistjóra þjóðfunda og Stjórnlagaráðs, auk embættismanna forsætisráðuneytis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum