Hoppa yfir valmynd
26. mars 2013 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkir 5 milljóna króna styrk til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulusuk á Grænlandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar tónlistarhúss í Kulusuk á Grænlandi.

Föstudaginn 8. mars sl. brann tónlistarhús barnaskóla í Kulusuk á Grænlandi ásamt hljóðfærum og tækjabúnaði sem þar var. Starfsmenn og börnin í skólanum höfðu ásamt fjölda sjálfboðaliða lagt mikla vinnu í að byggja upp og safna fyrir uppbyggingu hússins og aðstöðunnar í því. Börnin nýttu sér tónlistarhúsið dag hvern auk þess sem húsið þjónaði öllu samfélaginu og þar fór fram tónlistarkennsla, tónleikahald og almennar samkomur.

Þegar eftir brunann var ákveðið að hefja vinnu við að koma aftur upp sambærilegri aðstöðu. „Vinir Grænlands á Íslandi“ hafa undanfarnar vikur staðið fyrir söfnun til þess að koma megi upp nýju tónlistarhúsi og héldu m.a. styrktartónleika í því skyni.

Ríkisstjórnin vill með framlagi sýnu leggja söfnuninni lið og hefur forsætisráðherra í dag ritað formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi bréf þar sem tilkynnt er um framlag ríkisstjórnarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum