Hoppa yfir valmynd
27. mars 2013 Forsætisráðuneytið

Heillaóskir til nýs formanns landsstjórnar Grænlands

Grænlenski fáninn
Grænlenski fáninn

Forsætisráðherra sendi í dag heillaóskir til nýs formanns landsstjórnar Grænlands, Alequ Hammond, en tilkynnt var í gær um nýja ríkisstjórn sem hún leiðir á Grænlandi. Forsætisráðherra lagði í bréfi sínu áherslu á langvarandi vináttu og samskipti Íslands og Grænlands í gegnum tíðina og kvaðst fagna því sérstaklega að nú hefði kona tekið við leiðtogahlutverki á Grænlandi í fyrsta sinn.

Ísland ráðgerir að opna aðalræðisskrifstofu á Grænlandi síðar á árinu og taldi forsætisráðherra það geta stuðlað enn frekar að því að dýpka þá vináttu og þau tengsl sem fyrir eru, á menningarsviði, í viðskiptum og samstarfi af ýmsu tagi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum